Lausfrystir

Description

Lausfrystir

Lausfrystir

Bylting í lausfrystum

Íshúsið ehf bíður upp á raunverulega byltingu með lausfrystum í gám. Lausfrystarnir eru sérsmíðaðir fyrir íslenskar aðstæður!

Meðal kosta umfram venjulega lausfrysta má nefna:

  • Enginn auka kostnaður við uppsetningu!
  • Auðveldari fjármögnun
  • Auðvelt að flytja gáminn – hvert á land sem er

Upplýsingar um afköst

Tegund MBF 40
Hitasvið +20/-40 ℃
Vara inn +10 ℃
Frysting (8 klst) 1933 kg/8h
Frysting (12 klst) 2900 kg/12h
Frysting (24 klst) 5800 kg/24h
Vörutegund Fiskur (meðal stærð)
Virk stærð: 212×930 cm
Fjöldi karfa: 616
Kæliafköst: 29000
Pressutýpa: Semi-hermetísk
Pressutýpa: Semi-hermetísk
Afköst: 40 HP
Rafmagnsnotkun: 25 kw/h
Straumur: 52 Amp
Kælimiðill: R404A
Hurð: Lamir 110 x 180
Gólf: Krossviður með 2 mm cr/ni plötum
Heildarstærð (lxbxh): 2430x11200x2590 mm
Þyngd (kg): Ca ~7850 kg

Upplýsingar um afköst – 2 þjöppur

Stærri týpan af frysti er með tveimur þjöppum og öflugra kæliblásara.

Tegund MBF 40
Hitasvið +20/-40 ℃
Vara inn +10 ℃
Frysting (8 klst) 3867 kg/8h
Frysting (12 klst) 5800 kg/12h
Frysting (24 klst) 11600 kg/24h
Vörutegund Fiskur (meðal stærð)
Virk stærð: 212×930 cm
Fjöldi karfa: 532
Kæliafköst: 58000 watt
Pressutýpa: Semi-hermetísk
Pressutýpa: Semi-hermetísk
Afköst: 2×40 HP
Rafmagnsnotkun: 50 kw/h
Straumur: 104 Amp
Kælimiðill: R404A
Hurð: Lamir 110 x 180
Gólf: Krossviður með 2 mm cr/ni plötum
Heildarstærð (lxbxh): 2430x11200x2590 mm
Þyngd (kg): Ca ~11500 kg

Fjölhæfur og hagkvæmur lausfrystir

Sú uppsetning að hafa smíðað þessa öflugu frysta inn í gám gerir það að verkum að lausfrystirinn verður bæði fjölhæfur og hagkvæmur.

  • Engin uppsetning
  • Mikil afköst – miðað við stærð gámsins
  • Afköst allt að 250 t á mánuði
  • Koma í eigin gám – frá 20″ feta stærð
  • Auðveldir í flutningum
  • Henta í fjölbreytt verkefni

Erlendis eru þessir sambærilegir gámar leigðir af leigufélögum og í fjölbreytt verkefni. Þannig er hægt að nýta sama gám í makríl að vori og slátrun að hausit.

Stærðir

Hver og einn gámur er smíðaður í samvinnu við kaupanda. Hægt er að velja mismunandi þætti við gáminn, t.d. stjórna (með takmörkunum þó) stærð vélbúnaðirins, uppsetingu gámsins, stærð hurða og svo framvegis.

Lausfrystir

Viðtal sem birtist í Ægi

Færanlegir lausfrystar

Á Íslandi eru hundruð lausfrysta um allt land af öllum stærðum og
gerðum, flestir eiga það sameiginlegt að vera fastir á einum ákveðnum
stað og tilfærslur eru bæði dýrar og valda skemmdum á búnaðinum.
Íshúsið hefur undanfarið kynnt nýja leið í lausfrystum, en það eru
færanlegir rekka lausfrystar sem koma í eigin gám. Eina sem þarf að
gera er að tengja við hann rafmagn og hann er tilbúinn að frysta,
meira að segja bakkarnir koma með.

Íshúsið ehf hefur um árabil verið einn stærsti innflytjandi landsins á
tækjum til kælingar. Félagið er rekið af feðgunum Hafliða Sævaldssyni
og Tómasi Hafliðasyni. Hafliði hefur starfað í meira en 30 ár í
greininni en Tómas hefur lengi starfað við hlið föður síns, auk þess
sem hann leggur stund á doktorsnám í verkfræði. „Við feðgarnir hófum
saman rekstur í kælivélaverkstæðinu Kælivélum ehf á sínum tíma og
fórum við strax í innflutning. Þegar innflutningurinn hafði aukist
mjög mikið var ákveðið að stofna Íshúsið um innflutninginn. Íshúsið
hefur vaxið jafnt og þétt og er í dag einn stærsti innflytjandi
landsins á vörum fyrir kæli og frysti iðnaðinn.

„Lausfrystar hafa alltaf verið hluti af því sem við höfum verið að
gera“, segir Tómas. Allt frá því að hanna, smíða og viðhalda þeim.
Við höfum séð að auk búnaðarins getur uppsetningin verið ákaflega dýr
og kostað hátt hlutfall af því sem nýr lausfrystir kostar. Þetta er
því gríðarlega hagkvæm lausn fyrir þá sem hún hentar þar sem engin
uppsetning er nauðsynleg.

Einfaldur í flutningum
Gámurinn er bara eins og venjulegir 20′ eða 40′ frystigámar og því
þarf ekki sérstakan búnað til að flytja þá. „Allur vélbúnaður er
innbyggður í gáminn“, segir Tómas, „og ekkert er fyrir utan hina
venjulegur stærð af gám. Það er því engin önnur uppsetning nauðsynleg
en að tengja við hann rafmagn. Gáminn er svo hægt að flytja þangað
sem þarf að frysta eins og hvern annan gám. Fyrirtæki geta því nýtt
sér hann á þeim stöðum þar sem þarf að frysta en einnig er algengt
erlendis að fyrirtæki leigi hann frá sér á þeim tímum sem þau eru ekki
að nýta sér hann og fá þannig tekjur af gáminum.

Auðveldar fjármögnun
Að sögn Tómasar hefur gámurinn vakið verðskuldaða athygli ekki bara
notenda heldur hafi fjármögnunarfyrirtæki einnig sýnt honum mikinn
áhuga. Fjármögnunarfyrirtæki sjá að það sé mun minni áhætta fólgin í
að fjármagna svona gám og fari allt á versta veg sé endursöluverð
svona búnaðar mun hærra en á venjulegum lausfrystum. “ Það kom okkur
nokkuð á óvart, að fjármögnunarfyrirtæki höfðu samband við okkur að
eigin frumkvæði, til að leita upplýsinga um frystana“, segir Tómas,
þau hafi verið að reyna að minnka eigin áhættu en samt taka þátt í
atvinnuuppbyggingu.

Hagkvæm lausn
Íshúsið hefur áður smíðað lausfrystigáma en það sem er aðgreinir
þennan er samt hversu auðvelt er að flytja hann. „Við höfum smíðað
áður lausfrystigáma, en það sem aðgreinir þennan er samt hversu
auðvelt er að flytja hann og hitt er hversu gott verð er á gáminum“,
segir Tómas, „Ef við ættum að smíða svona gám hér heima í dag, væri
það mun dýrara en að kaupa hann fullbúinn að utan. Við sjáum líka að
þetta er sannreynd tækni, þar sem þessir gámar hafa notið gríðarlegra
vinsælda í fiskiðnaðinum bæði á Bretlandi og Spáni.“

Þó svo að við séum að að bjóða þessa lausn hjá Íshúsinu, þá er þetta
fyrst og fremst viðbót. Auðvitað hentar svona lausn ekki fyrir alla
og hún hefur sýnar takmarkanir, við munum því eins og áður halda áfram
að bjóða upp hina venjulegu lausfrysta áfram.